Tenglar

21. júlí 2009 |

Varaslökkviliðsstjórinn símasambandslaus í viku

Bjarki Stefán Jónsson á Gróustöðum í Gilsfirði, varaslökkviliðsstjóri Reykhólahrepps, hefur nú verið símasambandslaus í vikutíma vegna bilunar hjá Símanum eða Mílu. Málið er alltaf í athugun, að sagt er, en ekkert gerist. Ekkert. Þarna er um heimasímann að ræða en gsm-samband á Gróustöðum er afar slæmt og gloppótt. Stundum er hægt að nota gsm-síma með því að fara á ákveðinn stað úti á hlaði eða út í tiltekinn glugga en stundum dugar það ekki einu sinni til.

 

Slökkvilið Reykhólahrepps er fámennt og sérlega óheppilegt að ekki skuli vera nokkur leið að hringja í varaslökkviliðsstjórann. Hluta af þessum tíma hefur slökkviliðsstjórinn verið víðsfjarri í sumarfríi.

 

Þá eru ótalin þau persónulegu óþægindi að öðru leyti sem fylgja langvarandi símasambandsleysi.

 

Varla er hægt að ætlast til þess að (vara)slökkviliðsstjórinn sé á vakt nótt og dag á ákveðnum bletti úti á hlaði eða hangandi í tilteknum glugga í þeirri von að gsm-sambandið væri inni þá stundina sem útkall bærist.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31