Tenglar

28. febrúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Vaskir menn á leið í Vasa-gönguna

mynd af facebook
mynd af facebook
1 af 3

Nú eru lagðir af stað til Svíþjóðar 7 öflugir skíðagöngumenn, sem ætla að taka þátt í Vasa-göngunni þann 3. mars.

Flestir í þessum hóp eru bændur á Ströndum og í Reykhólasveit.

 

Héðan úr Reykhólasveitinni fara þeir Hjalti Helgason í Garpsdal og Vilberg Þráinsson á Hríshóli. Þeir eru að öllum líkindum fyrstu þátttakendur í Vasa-göngunni úr Reykhólahreppi. Gangan er 90 km. það er rúmlega eins og bein loftlína frá Reykhólum suður að Bifröst.

 

Fyrsta „Vasaloppet“ var haldin árið 1922. Það var hins vegar ekki fyrr en 1981 sem konur fengu að taka þátt. Fyrsti Íslendingurinn sem fór í gönguna var Ebeneser Þórarinsson frá Ísafirði, árið 1952, hann var þekktur sem annar þeirra sem áttu flutningafyrirtækið Gunnar & Ebeneser.


Á hópmyndinni eru frá vinstri: Magnús Steingrímsson, Vilberg Þráinsson, Sigvaldi Magnússon, Birkir Þór Stefánsson, Rósmundur Númason, Ragnar Kristinn Bragason og Hjalti Helgason.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30