Tenglar

4. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Vatnsnýtingarsamningur milli verksmiðjanna í Karlsey

Einar Sveinn, Søren og Garðar við undirritun samningsins.
Einar Sveinn, Søren og Garðar við undirritun samningsins.
1 af 2

Undirritaður var í dag samningur milli Þörungaverksmiðjunnar hf. og saltvinnslunnar Norður & Co. um nýtingu síðarnefnda fyrirtækisins á heitu affallsvatni frá Þörungaverksmiðjunni. Báðar eru verksmiðjurnar við Reykhólahöfn í Karlsey og örstutt á milli. Saltvinnslan mun nýta um 35 sekúndulítra af 74°C heitu vatni sem Þörungaverksmiðjan hefur ekki not fyrir. Að auki mun saltverksmiðjan tengjast hitaveitulögn Þörungaverksmiðjunnar sem liggur frá Reykhólum og út í Karlsey. Úr þeirri lögn kaupir saltverksmiðjan vatn af Orkubúi Vestfjarða.

 

Þegar saltvinnslan tekur til starfa, væntanlega um næstu mánaðamót, verða á Reykhólum tvö mikilvæg fyrirtæki sem framleiða bæði á sjálfbæran hátt hreinar íslenskar náttúruafurðir úr Breiðafirði. Árlega framleiðir Þörungaverksmiðjan um 4.000 tonn af lífrænt vottuðu mjöli úr þara og þangi úr Breiðafirði.

 

Samninginn undirrituðu þeir Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri f.h. Þörungaverksmiðjunnar hf. og Søren Rosenkilde og Garðar Stefánsson f.h. Norður & Co.

 

Sjá einnig:

29.05.2013 Fleira en salt framleitt í saltvinnslunni á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31