10. september 2015 |
Vatnsveitan í Nesi: Engin mengun
Eins og hér kom fram fyrir nokkrum dögum stóðust sýni úr neysluvatni í Króksfjarðarnesi ekki gæðakröfur vegna gerlamengunar og var fólk því beðið að sjóða vatnið í öryggisskyni meðan komist yrði til botns í þessu. Tekin voru þrjú ný sýni og lágu niðurstöður fyrir í dag: Vatnið reyndist ómengað og fullkomlega hæft til neyslu beint úr krananum. Ekki hefur fundist nein skýring á því hvers vegna mengun greindist í vatninu um daginn.