Tenglar

19. desember 2008 |

Vaxtarsamningur Vestfjarða framlengdur

Iðnaðarráðuneytið er reiðubúið að framlengja Vaxtarsamning Vestfjarða um eitt ár og til skoðunar er að lengja hann til enn lengri tíma, en gildistími samningsins er til ársloka 2008. Samningurinn verður hins vegar með breyttu fyrirkomulagi þar sem eingöngu iðnaðarráðuneytið mun fjármagna hann. Frá þessu var greint á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir skemmstu en leitað hefur verið álits þeirra aðila sem stóðu að gerð VV um val á verkefnum og ráðstöfun þess fjármagns sem er óráðstafað af eldri samningi. Skrifað var undir samninginn í maí 2005.

 

Meginverkefni Vaxtarsamnings Vestfjarða er að stuðla að uppbyggingu og vexti klasa og tengslaneta helstu aðila á eftirfarandi kjarnasviðum á Vestfjörðum: Sjávarútvegs- og matvælaklasa, mennta- og rannsóknaklasa og menningar- og ferðaþjónustuklasa. Markmiðið er fyrst og fremst að auka hagvöxt á Vestfjörðum, fjölga atvinnutækifærum og treysta Ísafjarðabæ sem kjarna stjórnsýslu, menntunar og þjónustu fyrir fjórðunginn.

 

Á vef sjóðsins segir að mörg verkefni séu í vinnslu m.a. sviði sjávarútvegs, ferðaþjónustu og almennt í nýsköpun og þróun. Stefnt er að því að vinna þau verkefni út árið 2009 og sum þeirra hafa enn lengri líftíma. Verkefnaramminn sem unnið verður eftir út árið 2009 mun verða birtur þegar endurnýjun samningsins er í höfn.

 

Frá þessu var greint á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Vaxtarsamningur Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31