Tenglar

29. júlí 2012 |

Veðrið lék við hvern sinn fingur á Reykhóladögum

Gamlar dráttarvélar og misgamalt fólk við veginn niður að Reykhólaþorpi.
Gamlar dráttarvélar og misgamalt fólk við veginn niður að Reykhólaþorpi.

Reykhóladögum 2012 lauk í dag. Hátíðin stóð frá fimmtudegi og fram á sunnudag og sumarblíðan lék sannarlega við heimafólk og gesti, sem voru miklu fleiri en áður hefur sést á Reykhóladögum. Keppt var í mörgum gerólíkum greinum og koma helstu úrslit hér inn á vefinn á morgun ásamt fjölda ljósmynda frá fólki sem myndir tók. Þeir sem eiga skemmtilegar myndir frá hátíðinni eru hvattir til að senda þær til birtingar í netfangið vefstjori@reykholar.is. Óvíst er að höfundar myndanna verði taldir upp þegar þær verða settar í eina möppu í myndasyrpunum hér á vefnum.

 

Eitt af því sem alltaf setur mikinn svip á Reykhóladaga er halarófan af forntraktorum sem ekur um þorpið. Núna var þeim stillt upp á túninu vestan við Báta- og hlunnindasýninguna og Hólakaup og námu margir staðar til að skoða herlegheitin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31