Veðrið lék við hvern sinn fingur á Reykhóladögum
Reykhóladögum 2012 lauk í dag. Hátíðin stóð frá fimmtudegi og fram á sunnudag og sumarblíðan lék sannarlega við heimafólk og gesti, sem voru miklu fleiri en áður hefur sést á Reykhóladögum. Keppt var í mörgum gerólíkum greinum og koma helstu úrslit hér inn á vefinn á morgun ásamt fjölda ljósmynda frá fólki sem myndir tók. Þeir sem eiga skemmtilegar myndir frá hátíðinni eru hvattir til að senda þær til birtingar í netfangið vefstjori@reykholar.is. Óvíst er að höfundar myndanna verði taldir upp þegar þær verða settar í eina möppu í myndasyrpunum hér á vefnum.
Eitt af því sem alltaf setur mikinn svip á Reykhóladaga er halarófan af forntraktorum sem ekur um þorpið. Núna var þeim stillt upp á túninu vestan við Báta- og hlunnindasýninguna og Hólakaup og námu margir staðar til að skoða herlegheitin.