6. febrúar 2023 | Sveinn Ragnarsson
Veðurviðvörun frá Savetravel
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir mest allt landið 7. febrúar, 2023.
Búist er við 20-30 m/sek með snörpum vindkviðum víða um land, snjókomu og lélegu skyggni. Varasamt og/eða ekkert ferðaveður. Búast má við lokunum á vegum víðsvegar um landið. Aðlagið eða hættið við ferðaplön. Hægt er að fylgjast með ástandi vega hér: https://www.vegagerdin.is/ og veðrinu hér: https://www.vedur.is/. Við biðjum ykkur um að koma þeim skilaboðum til ykkar gesta að breyta/aðlaga ferðaplön, fara ekki af stað þar sem viðvaranir eru í gildi, veður slæmt og vegir lokaðir. Með fyrirfram þökk fyrir aðstoðina við að koma þessum upplýsingum áfram. Bestu kveðjur, Safetravel teymið.
|
|