Tenglar

5. apríl 2011 |

Véfengir trúverðugleika útreikninga

Þórólfur Halldórsson.
Þórólfur Halldórsson.
„Alþingismaðurinn vitnar til „trúverðugra útreikninga sem henni vitanlega hafa ekki verið véfengdir“ um leiðir G og HG, sem eru reyndar bara hugarfóstur reiknimeistarans. Til upplýsingar skal greint frá því, að undirritaður mótmælti þessum útreikningum þegar þeir komu fram. Útreikningarnir eru gerðir af málsaðila sem tengist eyðibýlinu Gröf, og látið í veðri vaka að þeir séu gerðir að beiðni félagasamtaka sem svo vill til að hann sjálfur er virkur meðlimur í. Þarna er kostnaður við jarðgöng reiknaður niður annars vegar með því að taka dæmi um einbreið jarðgöng og hins vegar með því að stytta göngin með því að færa gangamunna hátt upp í hlíðar.“

 

Þetta segir Þórólfur Halldórsson, sem um árabil var sýslumaður Barðstrendinga, í grein sem hann skrifaði vegna greinar Ólínu Þorvarðardóttur á vefnum bb.is í gær og sendi vef Reykhólahrepps til birtingar. Grein Þórólfs í heild er að finna undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin undir fyrirsögninni Leið B takk - núna.

 

Athugasemdir

Gunnlaugur Pétursson, rijudagur 05 aprl kl: 16:49

Ég geri ráð fyrir að Þórólfur eigi við mig, þegar hann talar um "málsaðila sem tengist eyðibýlinu Gröf". Ég vil nú gjarnan leiðrétta ýmislegt, m.a. eftirfarandi:

Útreikningar mínir, eins og þeir birtust á heimasíðu Landverndar í janúar 2007, hafa ekki verið véfengdir í mín eyru, nema liðurinn "kostnaður vegna niðurfellingar náma", sem þegar er búið að leiðrétta fyrir löngu löngu síðan. Þessa útreikninga lét ég Samgöngunefnd Alþingis hafa í lok nóvember 2010 og innanríkisráðherra í lok mars 2011, uppfærða til desember 2009. Ég veit ekki hvað það er sem Þórólfur telur ekki standast í þessum útreikningum, enda er í öllum tilvikum sagt frá því hvernig tölurnar eru fengnar eða reiknaðar. Í útreikningunum eru BÆÐI reiknuð út tvíbreið og einbreið jarðgöng, ekki bara einbreið. Þetta sést glögglega ef menn skoða útreikningana.

Fyrst minnst er hæð á göngum undir Hjallaháls, þá er bara ekkert að göngum í 110-120 m hæð. Ýmis göng hér á landi er í meiri hæð en þetta og þykir það ekkert tiltökumál.

Þessa úreikninga gerði ég ekki að beiðni ónefndra félagasamtaka, heldur voru þeir upphaflega innlegg í athugasemdir við umhverfismatsskýrsluna og voru þeir sendir til Skipulagsstofnunar í desember 2005. Síðan uppfærði ég útreikningana fyrir grein í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar (nr.4, 2007) og tók þá saman fyrir Landvernd og fleiri, á sama hátt og ég hef uppfært þá annað slagið alveg til desember 2009. Þar að auki liggja nú fyrir útreikningar á verðmæti birkis í Teigsskógi sem færi undir leið B. Sá kostnaður bætist við kostnað við leið B og er hann umtalsverður.

Þórólfur telur leið B stórauka umfeðaröryggi á Vestfjarðavegi. Það virðist því miður vera tálsýn eða óskhyggja. Þessir hlutir voru skoðaðir alveg sérstaklega í aðdraganda málflutnings í Hæstarétti, en þá lágu þegar fyrir upplýsingar um óhappatíðni á Hjallahálsi frá 1996-2008, þar sem sést að hún er talsvert undir meðallagi miðað við Vestfjarðaveg 60 í heild (og það jafnvel áður en búið er breikka veginn um Hjallaháls og laga og taka af beygjur eins og Vegagerðin ætlar að gera). Einnig lá fyrir nýleg skýrsla frá Eflu um óhöpp vegna langhalla á Vestfjarðavegi öllum og nokkur fleiri gögn.

Í þessu sambandi er líka fróðlegt að líta í nýlega skýrslu FÍB um umferðaröryggi vega (stjörnumerkingu vega) hér á landi 2010, en þá skýrslu má m.a. finna á vef Vegagerðarinnar. Ég hvet menn til að skoða þar hvaða einkunn núverandi vegir í Gufudalssveit fá.

Bestu kveðjur
Gunnlaugur Pétursson

Þórólfur Halldórsson, mivikudagur 06 aprl kl: 09:50

Í athugasemdum segir Gunnlaugur: „Þessa úreikninga gerði ég ekki að beiðni ónefndra félagasamtaka, heldur....“
Heimildin sem alþingismaðurinn vísar til um útreikningana er bréf sem Gunnlaugur Pétursson skrifaði Fuglavernd, Landvernd, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Náttúruvaktinni þann 25. janúar 2007. Bréfið hefst með orðunum: „Að beiðni yðar hef ég tekið saman upplýsingar um kostnað við leið B .....“
ÞH

Gunnlaugur Pétursson, mivikudagur 06 aprl kl: 10:55

Sæll Þórólfur

Ég gerði ekki þessa útreikninga að beiðni félagasamtaka, heldur tók ég saman það sem ég var þegar búinn að gera í heildstæðan pakka, eins og þar stendur skýrt og greinilega. En hefði ég ekki verið búinn að reikna þetta út og setja í athugasemdir við matsskýrsluna, hefði ég meira en fúslega reiknað þetta allt frá grunni fyrir umrædd samtök.... - Kveðja, GPé

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31