15. desember 2008 |
Vefur Breiðafjarðarfléttunnar „kominn í loftið“
Vefsíða Breiðafjarðarfléttunnar (www.flettan.is) hefur verið opnuð. „Þó að enn megi margt færa til betri vegar er hún komin á það stig að ég tel að við ættum ekki að bíða lengur með að kynna hana. Enska útgáfan fer í loftið fljótlega og síðan bætum við inn efni eftir því sem það berst, því að síðan verður í sífelldri endurskoðun á næstu vikum", segir Ingibjörg Þórhallsdóttir, verkefnisstjóri. Jafnframt biður hún um ábendingar varðandi það sem betur mætti fara á vefnum eða rangt mætti telja.
Breiðafjarðarfléttan er samstarfsverkefni ferðaþjóna kringum Breiðafjörð og úti í eyjum. Tengill á vefinn er kominn í tenglasafnið hér á Reykhólavefnum - valmyndin til vinstri á síðunni: Tenglasafn > Ferðaþjónusta.