Tenglar

15. desember 2008 |

Vefurinn: Nærri 800 flettingar að jafnaði á dag

Tölur 15. ágúst - 14. desember.
Tölur 15. ágúst - 14. desember.

Teljari hjá Google Analytics hefur mælt umferð um Reykhólavefinn síðustu fjóra mánuði. Á þeim tíma - frá og með 15. ágúst til og með 14. desember - eru heimsóknir á vefinn 22.923. Flettingar eru 96.280 eða 4,2 að meðaltali í hverri heimsókn. Með flettingum er átt við þann fjölda undirsíðna á vefnum sem heimsækjandi skoðar hverju sinni. Heimsóknir á dag eru 188 að meðaltali og flettingar á dag 789 að meðaltali á þessu tímabili. Tíminn sem heimsækjendur eru inni á vefnum hverju sinni er að meðaltali 2 mínútur og 42 sekúndur. Taka má fram, að vinna í umsjónarkerfi vefjarins kemur ekki fram í þessum mælingum.

 

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru íbúar Reykhólahrepps 266 um síðustu áramót, þar af 178 á aldrinum 16-70 ára, og kjarnafjölskyldur 60. Þannig eru heimsóknir á vefinn að jafnaði á dag fleiri en íbúar hreppsins á aldrinum 16-70 ára og liðlega þrefalt fleiri en kjarnafjölskyldur í hreppnum skv. skilgreiningu Hagstofunnar. Ólíklegt má telja, að margir vefir íslenskra sveitarfélaga séu meira sóttir miðað við íbúafjölda í viðkomandi sveitarfélagi. Fullvíst má telja, að margir brottfluttir eða tengdir Reykhólahreppi með öðrum hætti, þótt búsettir séu annars staðar, fylgist reglulega með vefnum.

 

Ekki kemur fram í sundurliðunum í talningunni hvert hlutfall heimafólks í Reykhólahreppi er í þessum tölum. Hins vegar sundurliðast heimsóknir eftir sveitarfélögum þar sem netveitur heimsækjendanna eru, t.d. simnet.is í Reykjavík og snerpa.is á Ísafirði. Jafnframt er fjöldi heimsækjenda sundurliðaður eftir löndum. Alls hefur Reykhólavefurinn verið heimsóttur í 47 löndum síðustu fjóra mánuði, þar af 14 þar sem fjöldi heimsókna verður talinn í tugum. Heimsóknir í Bretlandi, Danmörku og Bandaríkjunum skipta hundruðum en þar á eftir koma Noregur, Þýskaland og Svíþjóð.

 

Athugasemdir

Hanna Dalkvist, rijudagur 16 desember kl: 08:58

Ég kíki á vefinn alla virka daga, góður og lifandi vefur :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31