Tenglar

23. apríl 2009 |

Vefurinn ársgamall núna á sumardaginn fyrsta

Yfirbragðið er grænt eins og ásýnd héraðsins - með bláleitum blæ sjávarins.
Yfirbragðið er grænt eins og ásýnd héraðsins - með bláleitum blæ sjávarins.

Núverandi vefur Reykhólahrepps er orðinn ársgamall. Hann var opnaður á sumardaginn fyrsta í fyrra, sem þá bar upp á 24. apríl. Áður en hann „fór í loftið“ höfðu verið settar inn á hann fréttir í nokkrar vikur til prófunar meðan jafnframt var verið að safna inn á hann fundargerðum og ýmsum öðrum þarflegum upplýsingum, þannig að fólk kæmi ekki að tómum kofa þegar opnað væri.

 

Hinn 15. ágúst á liðnu sumri var vefurinn tengdur við vefmælingu Google Analytics. Frá þeim tíma eru heimsóknir liðlega 49.800 og flettingar rétt tæplega 205.000. Heimsóknir á vefinn á þessum tíma eru að jafnaði 198 á dag og flettingar að jafnaði 817 á dag. Ætla má að heimsóknir á því ári sem liðið er frá opnun vefjarins séu komnar yfir 70 þúsund og flettingar langleiðina í 300 þúsund.

 

Samkvæmt skráningu vefmælingarinnar hefur vefurinn verið heimsóttur í 78 löndum. Að Íslandi frátöldu eru flestar heimsóknir (í þessari röð) frá Bretlandi, Danmörku, Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Svíþjóð og Spáni. Meðal annarra landa þar sem litið hefur verið inn á vefinn má nefna Fílabeinsströndina, Eþíópíu, Indónesíu og Úsbekistan.

 

Enn er í fullu gildi það sem hér var sagt þegar vefurinn var opnaður fyrir réttu ári. Skal hér hnykkt á því:

 

Nauðsynlegt er að fólkið í Reykhólahreppi og aðrir veiti liðsinni og bendi á viðburði sem telja má fréttnæma eða frásagnarverða á þessum vettvangi. Rétt er að hafa í huga, að smáfréttir úr mannlífinu (nú eða dýralífinu) geta verið alveg eins merkilegar og stórfréttir - og oft skemmtilegri. Allar ábendingar eru vel þegnar og lítið mál er að senda stafrænar myndir netleiðis. Svo má líka hringja í síma 892 2240.

 

Jafnframt er nauðsynlegt að lesendur vefjarins séu vakandi yfir hvers konar villum og missögnum og vitleysum og láti vita af þeim, svo að laga megi og leiðrétta. Þar má líka nefna ábendingar um óvirka tengla enda verður ekki við öllu séð.

 

Gleðilegt sumar!

 

Athugasemdir

Jóhanna Fríða Dalkvist, fstudagur 24 aprl kl: 08:20

Til hamingju með afmælið í gær... og í dag ;)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31