Vegaframkvæmdir í Þorskafirði
Verktaki er KNH ehf og buðu þeir kr. 77.667.000 í verkið.
Helstu magntölur eru:
Bergskeringar................................... 20.000 m3
Fylling og láafleygar ........................ 44.000 m3
Neðra burðarlag............................. 16.000 m3
Efnisvinnsla.................................... 7.000 m3
Efra burðarlag................................ 7.000 m3
Tvöföld klæðning............................ 41.000 m2
Frágangur fláa................................. 81.000 m2
Auk þessa skal verktaki koma fyrir rofavörn á 200 m kafla í Þorskafjarðarbotni og vinna lítinn grjótgarð á mótum Músarár og Þorskafjarðarár.
Útlögn klæðingar skal lokið fyrir 1. september 2008 og skal verkinu að fullu lokið 1. nóvember 2008.