Tenglar

26. maí 2008 |

Vegaframkvæmdir í Þorskafirði

Nú standa yfir vegaframkvæmdir í Þorskafirði.  Um er að ræða Vestfjarðaveg (nr. 60) Hofstaðavegur-Þorskafjarðarvegur, en hluti hans er nýbygging á gamla vegarstæðinu sem nýtast mun þegar að þverun Þorskafjarðar kemur.  Því miður virðist ætla að verða dráttur á þveruninni. Gamli vegurinn inn Þorskafjörð verður styrktur eitthvað og verður lagt bundið slitlag á þann kafla einnig.
 

Verktaki er KNH ehf og buðu þeir kr. 77.667.000 í verkið.

Helstu magntölur eru:

Bergskeringar...................................        20.000 m3

Fylling og láafleygar ........................          44.000 m3

Neðra burðarlag.............................          16.000 m3

Efnisvinnsla....................................            7.000 m3

Efra burðarlag................................            7.000 m3

Tvöföld klæðning............................           41.000 m2

Frágangur fláa.................................          81.000 m2

 

Auk þessa skal verktaki koma fyrir rofavörn á 200 m kafla í Þorskafjarðarbotni og vinna lítinn grjótgarð á mótum Músarár og Þorskafjarðarár.

 

Útlögn klæðingar skal lokið fyrir 1. september 2008 og skal verkinu að fullu lokið 1. nóvember 2008.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31