Tenglar

27. nóvember 2012 |

Vegagerðin: Aukin þjónusta á vegum tímabundið

Vegagerðin heldur uppi aukinni þjónustu á landleiðinni milli suðursvæðis Vestfjarða og Suðvesturlands meðan Breiðafjarðarferjan Baldur er fjarri. Á vef Vegagerðarinnar segir: „Breiðafjarðarferjan Baldur siglir nú til Vestmannaeyja meðan Herjólfur er í viðgerð. Á meðan er einungis boðið upp á farþegaflutninga yfir Breiðafjörð og því er nauðsynlegt að auka þjónustu á vegum til og frá sunnanverðum Vestfjörðum þar til Baldur kemur til baka.“

 

Hin aukna þjónusta felst í eftirtöldu, skv. vef Vegagerðarinnar: 

  • Þjónustutími verður lengdur fram á kvöld til samræmis við þjónustutíma frá Hringvegi að Búðardal, þ.e. til 19:30 virka daga en 19:00 um helgar, þ.m.t. á laugardag. Þjónustutími verður óbreyttur að morgni.
  • Veghefill verður til taks í Gufudalssveit til að viðbragstími styttist ef þörf verður á slíkri þjónustu.
  • Eftirlit verður aukið og þannig verður tíðari upplýsingagjöf. Þá styttist einnig viðbragðstími þjónustuaðila.
  • Eftir því sem tilefni gefast til verður hálkuvarið umfram gildandi verklagsreglur.
  • Náið samstarf verður haft við flutningafyrirtækin á svæðinu.

 

Sjá einnig fréttina hér á undan:

 „Sættum okkur ekki við þessar trakteringar“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30