Tenglar

16. október 2018 | Sveinn Ragnarsson

Vegagerðin birtir niðurstöður könnunar á leið R

Leið A3. mynd Vegagerðin
Leið A3. mynd Vegagerðin

Á vef Vegagerðarinnar er komin skýrsla um könnun á svokallaðri R-leið, samanborið við Þ-H (Teigsskóg). R-leiðin hefur að sjálfsögðu fengið nýja einkennisstafi og kallast A3. Það er óbreytt afstaða Vegagerðarinnar að Þ-H sé besti kosturinn og hafi margt fram yfir A3 leiðina. Helstu rökin fyrir því eru:

  • Umferðaröryggi er að öllum líkindum minna á leið A3.
  • Leið A3 er töluvert lengri en leið Þ-H eða 4,7 km.
  • Kostnaður við leið A3 er verulega meiri en við leið Þ-H sem nemur tæpum 4 milljörðum kr.
  • Ljóst er að umhverfisáhrif eru töluverð á leið A3. Kanna þarf matsskyldu og líklegt að gerð verði krafa um umhverfismat.
  • Efnisþörf fyrir leið A3 er meiri og opna þarf fleiri námur.
  • Verði farin leið A3 mun það líklega tefja framkvæmdir um tvö til þrjú ár.

Hér er svo hægt að sjá skýrsluna og fylgigögn:

  

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31