Tenglar

12. apríl 2012 |

Vegagerðin metur Ingileif ekki hæfan til verksins

Eins og hér kom fram átti Ingileifur Jónsson ehf. lægsta boð í nýlögn og endurlögn vegarins milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Fimm tilboð bárust og voru þau opnuð fyrir rúmum tveimur vikum. Fram kemur á fréttavefnum bb.is á Ísafirði í dag, að Vegagerðin hafi tilkynnt Ingileifi að fyrirtæki hans standist ekki þær kröfur sem hún gerir til verktaka sinna. Telja má líklegt að samið verði við Suðurverk hf. sem átti næstlægsta tilboðið.

 

Ingileifur er ósáttur við vinnubrögð Vegagerðarinnar. „Við vorum með lægsta boð í verkið en Vegagerðin ber það fyrir sig að við séum ekki hæfir,“ segir Ingileifur, en Vegagerðin tekur fram þrjú atriði sem viðkomandi fyrirtæki þurfi að standast til að tilboð verði samþykkt. Í fyrsta lagi að meðalvelta fyrirtækisins á árunum 2008-2010 nái ákveðinni upphæð. Í öðru lagi verður eigið fé fyrirtækisins að ná ákveðinni upphæð og í þriðja lagi verður fyrirtækið að búa yfir reynslu af verki sem nemur 60% af stærð þess verks sem samið er um.

 

Ingileifur segir að tilboði hans hafi fylgt gögn frá KPMG þar sem skýrt komi fram að fyrirtækið standist þær fjárhagskröfur sem gerðar eru. Hann segir einnig að verk fyrirtækisins á leiðinni um Þröskulda nemi 60% af stærð þess verks sem hér um ræðir.

 

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Ingileifs hefur farið fram á formlegan rökstuðning frá Vegagerðinni, en metur það svo að fyrirtæki hans standist þær kröfur sem gerðar eru.

 

Vattarfjörður - Kjálkafjörður: Tilboð opnuð - 27. mars 2012

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31