Tenglar

8. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Vegagerðin skal svara fyrir það

Frá því í stórviðrinu um daginn hafa ekki borist upplýsingar frá veðurstöðinni á Klettshálsi né heldur frá vefmyndavél Vegagerðarinnar á Klettshálsi. Samkvæmt svari frá Orkubúi Vestfjarða síðdegis í dag varðandi raflínuskemmdir á Gufudalshálsi er enn unnið að viðgerð - „sem líklegast lýkur á morgun, vonandi um miðjan dag“.

 

Í línunni yfir Gufudalsháls milli Gufufjarðar og Kollafjarðar brotnuðu sex staurar en ekki fjórir eins og fyrst var sagt, skv. nýjum upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða.

 

Varðandi upplýsingar frá veðurstöðinni á Klettshálsi og myndir frá vefmyndavélinni þar segir talsmaður Orkubús Vestfjarða: „Upplýsingastöð Vegagerðarinnar tengist raforkukerfinu en af hverju ekki eru þar varaaflsgjafar þegar veiturafmagn brestur verður Vegagerðin að svara fyrir.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31