Vegagerðin skal svara fyrir það
Frá því í stórviðrinu um daginn hafa ekki borist upplýsingar frá veðurstöðinni á Klettshálsi né heldur frá vefmyndavél Vegagerðarinnar á Klettshálsi. Samkvæmt svari frá Orkubúi Vestfjarða síðdegis í dag varðandi raflínuskemmdir á Gufudalshálsi er enn unnið að viðgerð - „sem líklegast lýkur á morgun, vonandi um miðjan dag“.
Í línunni yfir Gufudalsháls milli Gufufjarðar og Kollafjarðar brotnuðu sex staurar en ekki fjórir eins og fyrst var sagt, skv. nýjum upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða.
Varðandi upplýsingar frá veðurstöðinni á Klettshálsi og myndir frá vefmyndavélinni þar segir talsmaður Orkubús Vestfjarða: „Upplýsingastöð Vegagerðarinnar tengist raforkukerfinu en af hverju ekki eru þar varaaflsgjafar þegar veiturafmagn brestur verður Vegagerðin að svara fyrir.“