Tenglar

6. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Vegagerðin teiknar nýja veglínu um Teigsskóg

Kort: Morgunblaðið / Loftmyndir ehf.
Kort: Morgunblaðið / Loftmyndir ehf.

Vegagerðin mun leggja fram nýja veglínu um Teigsskóg við Þorskafjörð í Reykhólahreppi, sem er ætlað að hlífa skóginum eins vel og kostur er. Vegurinn myndi liggja ofan við skóginn að austanverðu en þegar vestar er komið yrði hann fyrir neðan skóginn. Veglínan er ein fimm kosta sem verða lagðir fram í matsáætlun fyrir umhverfismat. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Vegagerðin hafi verið í töluverðu sambandi við Skipulagsstofnun til að koma samgöngubótum í Gufudalssveit í einhvern farveg.

 

„Málið er á borði okkar og Skipulagsstofnunar og við erum að reyna að koma þessu vandræðamáli úr þessari stöðu. Vegagerðin vill ekki útiloka þessa nýju veglínu um Teigsskóg í nýju umhverfismati,“ segir Hreinn.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði í dag - meira hér.

 

Athugasemdir

Tóti, rijudagur 06 ma kl: 10:16

Þetta hlýtur að enda með valkvíða.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30