Tenglar

25. mars 2011 |

Vegamál: Þrír af níu þingmönnum mættu

Á fundi í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í dag var afhent áskorun til þingmanna Norðvesturkjördæmis, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framkomið frumvarp til laga um að heimila svonefnda B-leið á Vestfjarðavegi nr. 60 um Reykhólahrepp. Um eitt þúsund undirskriftir voru afhentar. Í tilkynningu sem var að berast frá þeim sem stóðu að söfnun undirskriftanna og fundinum og boðuðu þangað alla þingmenn kjördæmisins segir orðrétt:

 

„Á fundinn mættu 3 af 9 þingmönnum kjördæmisins, þeir Ásbjörn Óttarsson, Einar Kristinn Guðfinnsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Aðrir þingmenn sáu sér ekki fært að mæta.

 

Fundurinn lagði áherslu á mikilvægi verkefnisins vegna þeirra gríðarlegu hagsmuna sem veglagningin hefur fyrir byggð og samfélag á sunnanverðum Vestfjörðum.

 

Fundurinn lýsir ennfremur furðu sinni yfir framkominni tillögu til þingsályktunar frá þingmönnum Reykjavíkur og Suðurkjördæmis, þeim Merði Árnasyni og Róberti Marshall um þjóðgarð frá Þorskafirði yfir í Vatnsfjörð sem lýsir fullkomnu skilningsleysi á hagsmunum íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum og einhliða skoðanir á því hvað þeim er fyrir bestu.“

 

24.03.2011  Þingmönnum afhentir undirskriftalistar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31