29. desember 2010 |
Vegarkafli í útboð
Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurlögn á 2,6 km kafla Vestfjarðavegar í Gufudalssveit í Reykhólahreppi, frá Kraká að slitlagsenda að vestanverðu Skálanesi. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2011 nema lagningu seinna lags klæðningar sem skal lokið fyrir 15. júlí 2012.