Tenglar

18. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Vegarlagning um Gufudalssveit: Sérlög í vændum?

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra útilokar ekki lagasetningu til að heimila vegagerð í Teigsskógi við vestanverðan Þorskafjörð í Gufudalssveit. Skipulagsstofnun hafnaði nýrri tillögu Vegagerðarinnar að veglínu um Teigsskóg. „Þetta eru að mínu mati mikil og mjög alvarleg vonbrigði. Þetta er auðvitað búið að taka mjög langan tíma og er gríðarlega mikið hagsmuna- og öryggismál á þessu svæði og í raun og veru fyrir landið allt,“ sagði Hanna Birna í samtali við RÚV. Hún segir að mikið hafi verið gert til að koma til móts við umhverfissjónarmið á svæðinu.

 

Aðspurð vill hún ekki segjast vera ósátt við ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hafna nýrri veglínu og vill ekki fella dóm um ákvörðunina. „Ég held hins vegar að við verðum að taka málið á næsta stað. Ég mun núna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis ræða þetta mál. Ég mun einnig ræða það við þingmenn allra flokka á þessu svæði og eins inni í ríkisstjórn. Ég vona að við finnum einhverja lausn á málinu, því að það er ekki hægt að búa við þetta ástand sem Vestfirðingar hafa búið við vegna þessarar mikilvægu vegagerðar. Við verðum að grípa til einhverra aðgerða vegna þessa,“ segir Hanna Birna.

 

Hún segist hafa beitt sér mjög afdráttarlaust fyrir vegagerð í vestanverðum Þorskafirði „Ég tel að nú verði þingið að staldra við, átta sig á því að við erum búin að sitja með þetta verkefni í fanginu í mörg, mörg ár. Annað hvort verðum við að huga að lagasetningu hvað þetta varðar eða þá að fara aðrar leiðir í samgöngum á svæðinu, og það þýðir ekkert að bíða lengur eftir því, að mínu mati,“ segir ráðherra.

 

Sjá einnig:

Forseti Alþingis segir vegagerð í Gufudalssveit kalla á sérlög

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30