Tenglar

8. júní 2009 |

Vegarlagningin um Arnkötludal á áætlun

Séð niður í Geiradal og yfir á Skarðsströnd. Mynd bb.is.
Séð niður í Geiradal og yfir á Skarðsströnd. Mynd bb.is.
Framkvæmdir við nýjan veg um Arnkötludal eru enn á áætlun og reiknað með því að vegurinn verði afhentur þann 1. nóvember. Sögusagnir hafa gengið þess efnis að undirlag vegarins hafi reynst gallað og fresta yrði verklokum vegna þess. Lítið er til í þessum orðrómi, að sögn Kristins Lyngmo hjá Vegagerðinni. „Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á við vegarlagningu sem þessa, það er alveg við því að búast“, segir Kristinn. „Við skoðuðum námur fyrir efni í veginn og það gerist oft að sú áætlun stemmir ekki og það er ekki nóg efni. Þetta er bara eitthvað sem gerist í vegagerð en hefur ekki mikil áhrif á framkvæmdirnar sjálfar.“

Kristinn segir að áætlun um verklok standi því enn. Búist sé við að klæðning hafi verið lögð á veginn 1. september og áætluð verklok eru enn 1. nóvember.

 

bb.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31