Tenglar

15. maí 2009 |

Vegarlagningu verði flýtt með skiptingu í áfanga

Smellið á kortin til að stækka þau.
Smellið á kortin til að stækka þau.
1 af 2

Sú ákvörðun Skipulagsstofnunar, að vegagerð milli Eiðs í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði við mörk Reykhólahrepps að vestanverðu skuli háð umhverfismati „... setur í uppnám og frestar fyrirsjáanlega bráðnauðsynlegum vegabótum á leið sem löngu er tímabært að sé lagfærð. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að fullkomin óvissa ríkir um aðra vegagerð á þessum vegi, það er á leiðinni frá Þorskafirði að Skálanesi, með þverunum Gufufjarðar og Djúpafjarðar“, segir í bréfi sem Einar K. Guðfinnsson alþingismaður hefur ritað vegamálastjóra, en ásamt honum undirritar Ásbjörn Óttarsson alþingismaður bréfið.

 

„Ekki þarf að orðlengja um afleiðingar þeirra tafa sem með þessu eru að verða á vegagerð á því svæði, þar sem vegabætur eru hvað mest aðkallandi. Þessar tafir eru reiðarslag fyrir íbúa Vestur- og Austur-Barðastrandarsýslna og raunar fyrir alla þá sem vilja og þurfa að nýta sér vegakerfið á Vestfjarðavegi. Það er því brýnt að allra leiða verði leitað til þess að hrinda megi tafarlaust í framkvæmd vegagerð á þessari leið“, segir einnig í bréfinu.

 

„Af þessu tilefni viljum við beina því til Vegagerðarinnar að undirbúin verði tafarlaust vegagerð á leiðinni frá Eiði í Vattarfirði og að Þverá í Kjálkafirði, sem verði áfangaskipt, þannig að þeir hlutar vegarins sem eru að mestu í núverandi vegstæði lendi ekki í umhverfismati. Verði þannig tryggt að strax nú í sumar verði boðnir út þeir kaflar sem ekki er þörf á að fari í umhverfismat.

 

Þannig mætti til dæmis hugsa sér að vegagerð yfir Eiðið á milli Vattarfjarðar og Kjálkafjarðar annars vegar og hins vegar kaflinn frá landtöku væntanlegrar þverunar í vestanverðum Mjóafirði og vestur fyrir Litlanes, rétt utan við Skiptá í Kjálkafirði, verði boðin út án tafar.

 

Með þessu væri hægt að hraða vegagerð á þessum slóðum frá því sem annars stefnir í. Þetta er afar brýnt mál og verður ekki unað við að frekari tafir verði á vegagerð á þessu svæði. Viljum við því beina því til Vegagerðarinnar að þegar verði farið í að skoða þessi mál, með það í huga að tryggja að útboð tiltekinna afmarkaðra kafla fari fram nú í sumar.“

 

Sjá einnig:

28.01.2008 Umtalsverð varanleg eyðing á birkiskógi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30