Tenglar

7. febrúar 2023 | Sveinn Ragnarsson

Vegfylling komin yfir Þorskafjörð

1 af 4

Núna um helgina náði vegfyllingin yfir Þorskafjörð að landi, vestanverðu við fjörðinn. Vegurinn kemur upp í fjöruna niður undan svonefndum Þórisstaðastapa, sem er nokkuð þekkt örnefni við núverandi veg.

 

Þegar vegurinn var endurbyggður, fyrir rúmlega 35 árum, stóð til að sprengja niður Stapann og nota efnið í veginn. Vegna mjög ákveðinna andmæla landeigenda og fleiri, var hætt við það. Margir fullyrtu  að í Stapanum byggju álfar og það myndi hafa vondar afleiðingar að hrófla við honum.

 

Þó að fyllingin nái orðið yfir fjörðinn er samt tæplega 1 og ½  ár þangað til vegurinn verður opnaður. Sett verður farg á fyllinguna, eins og gert var austan við brúna, þ.e. hún er miklu hærri en endanleg veghæð verður, en það er gert til að hraða sigi á fyllingunni sem er mest fyrst en jafnar sig svo.

 

Verktakarnir frá Suðurverk h.f. eru um þessar mundir að moka undan brúnni, en hún var byggð á „þurru“ og efnið þaðan er notað í vegfyllinguna vestan við brúna. Brúin sjálf er að mestu leyti tilbúin.

 

Hér eru nokkrar fréttir af þessari framkvæmd.

Þverun Þorskafjarðar boðin út í næstu viku

Vegur og brú yfir Þorskafjörð auglýst

Búið að opna tilboð í Vestfjarðaveg (60)

Stærsta steypa í Reykhólahreppi

Nýtt mælitæki sett í veg yfir Þorskafjörð

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31