Tenglar

30. mars 2012 |

Vegir verði gerðir akfærir eða þeim lokað

Þjóðvegur á sunnanverðum Vestfjörðum (í mjög góðu standi). Ljósm. Alda Davíðsdóttir á Patreksfirði.
Þjóðvegur á sunnanverðum Vestfjörðum (í mjög góðu standi). Ljósm. Alda Davíðsdóttir á Patreksfirði.

„Okkur þykir einnig athyglisvert, að eftir að vegkaflinn í Gufudalssveit var færður undir aðra verkstjórn, þá batnaði ástand og umhirða hans verulega. Okkar skoðun er því sú, að á þessu sviði þurfi Vegagerðin að ráð bót, það er: Að bæta verkstjórn og vinnulag starfsmanna á sunnanverðum Vestfjörðum.“

 

Þannig eru niðurlagsorð erindis til Vegagerðarinnar, sem samþykkt var á félagsfundi í Ferðamálafélagi Vestur-Barðastrandarsýslu í Skrímslasetrinu á Bíldudal í fyrrakvöld. Þess er krafist, að Vegagerðin geri nú þegar akfæra vegina út á Látrabjarg og Rauðasand og til Hænuvíkur frá Skápadal í Patreksfirði annars vegar og Ketildalaveg í Selárdal frá Bíldudal hins vegar. Minnt er á, að ferðaþjónar á svæðinu byggi afkomu sína á heimsóknum ferðamanna.

  • Ástand þessara vega er nú með þeim hætti að ófærir teljast sökum grjóts og gríðarlegs fjölda holna. Þess er krafist, að á meðan ekki er farið í viðgerð á fyrrgreindum vegum verði þeim lokað fyrir almennri umferð. Þess verði þó gætt að íbúar svæðisins komist um vegina ásamt neyðarumferð.

Einnig segir í erindinu til Vegagerðarinnar:

  • Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að eiga mannvirki, það þekkjum við er sinnum ferðamönnum og þurfum til þess sérstök leyfi stjórnvalda og þurfum að sæta úttektum og eftirliti.
  • Það kemur okkur því spánskt fyrir sjónir að þau mannvirki sem ferðamaðurinn notar til að komast um, að ferjunni Baldri undanskilinni, skuli vera með þeim hætti að ónothæft sé til þess brúks sem ætlast er til af mannvirkjunum. Þetta á einnig við um vegi norðan Klettsháls sem ekki hafa verið bundnir slitlagi enn.
  • Okkur þykir einnig athyglisvert, að eftir að vegkaflinn í Gufudalssveit var færður undir aðra verkstjórn, þá batnaði ástand og umhirða hans verulega. Okkar skoðun er því sú, að á þessu sviði þurfi Vegagerðin að ráð bót, það er: Að bæta verkstjórn og vinnulag starfsmanna á sunnanverðum Vestfjörðum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31