Tenglar

19. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Veglegir styrkir til hlunnindasýningar og bátasafns

Frá Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.
Frá Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum og Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar fá hvort um sig kr. 1.200.000 í stofn- og rekstrarstyrki frá Menningarráði Vestfjarða, en tilkynnt var um úthlutunina í dag. Slíkir styrkir eru 16 að þessu sinni og eru þessir tveir meðal þeirra hæstu. Verkefnastyrkir frá Menningarráði sem einnig var tilkynnt um eru 56 að þessu sinni. Listi yfir stofn- og rekstrarstyrkina er hér fyrir neðan en verkefnastyrkirnir verða birtir með sama hætti hér á vefnum á morgun.

 

Í tilkynningu frá Menningarráði segir:

 

Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið við úthlutun styrkja fyrir árið 2013 og eru niðurstöður nokkuð fyrr á ferðinni en síðustu ár. Umsóknir til ráðsins hafa aldrei verið fleiri en nú eða 160 samtals. Jafnframt hafa gæði umsókna líklega aldrei verið meiri en nú. Margvísleg menningarstarfsemi fær stuðning og er ánægjulegt að sjá þá grósku og hugmyndaauðgi sem einkennir menningarlífið á Vestfjörðum.

 

Menningarráð Vestfjarða þakkar öllum umsækjendum kærlega fyrir umsóknir sínar og óskar þeim velfarnaðar. Það er von ráðsins að sem allra flestar hugmyndir verði að veruleika og efli og styrki mannlíf og byggð á Vestfjörðum. Framlög Menningarráðsins skiptast í tvo flokka, annars vegar eru veittir stofn- og rekstrarstyrkir til stofnana, félaga og fyrirtækja á sviði menningarstarfsemi og hins vegar eru veittir verkefnastyrkir til afmarkaðra menningarverkefna.

 

 

Eftirtaldar stofnanir, félög og fyrirtæki fengu stofn- og rekstrarstyrki að þessu sinni

(innan sviga er yfirskrift umsókna):

 

 

Kr. 1.500.000

 • Melrakkasetur Íslands ehf (Melrakkasetur Íslands - aukin verkefni í náttúru- og menningartengdri ferðaþjónustu)
 • Strandagaldur ses (Galdrasýning á Ströndum - rekstrarstyrkur)

 

Kr. 1.200.000

 • Menningarmiðstöðin Edinborg (Menningarmiðstöðin Edinborg: Öflugri - alþjóðlegri - betri)
 • Félag áhugamanna um skrímslasetur (Skrímslasetrið stofn- og rekstrarstyrkur)
 • Minjasafn Egils Ólafssonar (Minjasafn Egils Ólafssonar)
 • Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum (Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum)
 • Sauðfjársetur á Ströndum (Sauðfjársetur á Ströndum - húsnæði og fastasýning)
 • Byggðasafn Vestfjarða (Varðveisla báta Byggðasafns Vestfjarða)
 • Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar (Endurgerð varðveisluverðra báta við Breiðafjörð)
 • Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal (Endurgerð húss Samúels og viðgerðir að Brautarholti í Selárdal)

 

Kr. 1.000.000

 • Kvikmyndaklúbburinn Kittý (Stafrænt sýningarkerfi í Skjaldborgarbíó Patreksfirði)

 

Kr. 800.000

 • Frændgarður ehf (Sýning á Brjánslæk um Hrafna-Flóka og Surtarbrandsgil)

 

Kr. 500.000

 • Áhugamannafélagið Göltur (Menningartengd ferðaþjónusta á Galtarvita)
 • Dellusafnið ehf (Dellusafnið á Flateyri - rekstur og stofnkostnaður)
 • Ósvör - Sjóminjasafn (Endurbætur og vinna við sjóminjasafnið Ósvör)
 • Listasafn Ísafjarðar (Sýningarhald Listasafnsins, auknir möguleikar)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31