Tenglar

19. febrúar 2011 |

Veglegur styrkur til verkefnis í Flatey á Breiðafirði

Bókhlaðan í Flatey (byggð árið 1864).
Bókhlaðan í Flatey (byggð árið 1864).
Sex vestfirsk verkefni fá á þessu ári styrki frá Ferðamálastofu vegna úrbóta á ferðamannastöðum. Langhæsta styrkinn af þessum sex og þann næsthæsta á landsvísu, þrjár millj. króna, hlýtur Framfarafélag Flateyjar til að bæta aðstöðu fyrir ferðafólk í eynni. Flatey er eins og mestur hluti Breiðafjarðareyja innan vébanda Reykhólahrepps. Alls var 28 styrkjum úthlutað að þessu sinni. Úthlutunin var kunngerð fyrir fáum dögum.

 

Aðrir styrkir til vestfirskra verkefna renna til endurbóta á aðstöðu við Hellulaug við Flókalund, til verkefnis í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, til heildarskipulags kringum Látrabjarg, til lagfæringa á ferðamannahringnum fyrir Svalvoga og yfir Hrafnseyrarheiði og til lagfæringa á aðstöðu ferðafólks í Hlöðuvík á Hornströndum.

 

Að auki má geta þess hér, vegna þess að það stendur Reykhólahreppi nærri, að Ólafsdalsfélaginu var veittur styrkur til gerðar fræðslustígs í Ólafsdal við Gilsfjörð. Reykhólahreppur er einn af stofnendum Ólafsdalsfélagsins.

 

Heildarupphæð sem sótt var um að þessu sinni var um 330 milljónir króna en til úthlutunar voru 33 milljónir eða einn tíundi af því sem sótt var um. „Umsóknir voru almennt mjög vel vandaðar og verkefnin áhugaverð. Því reyndist sérlega erfitt að velja á milli en sem sjá má var aðeins hægt að verða við broti af umsóknum“, segir á vef Ferðamálastofu.

 

Styrkjum vegna úrbóta á ferðamannastöðum hefur verið úthlutað árlega frá 1995. Á þessum tíma hefur Ferðamálastofa varið yfir 700 milljónum króna til framkvæmda á um 300 stöðum á landinu.

 

Sjá einnig:

Reykhólavefurinn 2008:  Reykhólahreppur meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins

Morgunblaðið 1988:  Flatey: Elsta og minnsta bókasafn á Íslandi endurreist

Vefur Ferðamálastofu

Vefur Framfarafélags Flateyjar
Eyjasigling á Reykhólum
  

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 19 febrar kl: 15:49

Gott mál!! Gott mál!! Framfarafélag Flateyjar er dæmi um hvað hægt er að gera fyrir ferðamannastaði á landinu...og mættu aðrir ferðamálafrömuðir taka þann félagskap til fyrimyndar...nú þarf að knýja Orkubú Vestfjarða til að drullast til að koma á rafmagni frá landi um sæstreng til Flateyjar...löngu tímabært að ráðast í þá framkvæmd!! Stendur allri starfsemi í Flatey fyrir þrifum að hafa öruggt rafmagn!

kv
Þorgeir

Hlynur Þór Magnússon, laugardagur 19 febrar kl: 18:48

Leyfi mér að minna hér jafnframt á margra ára ómetanlegt starf Eyjasiglingar (Björns Samúelssonar á Reykhólum) við farþegaflutninga út í Flatey og aðrar Breiðafjarðareyjar. Fjölmargir vinir mínir og ættingjar - auk mín sjálfs - hafa notið þessarar þjónustu. Já - vissulega notið hennar!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30