Tenglar

9. ágúst 2009 |

Vegur um Djúpafjörð þarf ekki að fara í umhverfismat

Kort fengið af vef Landmælinga Íslands. Smellið á myndina til að stækka hana.
Kort fengið af vef Landmælinga Íslands. Smellið á myndina til að stækka hana.
Umhverfisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar þess efnis að vegarlagning um Djúpafjörð austanverðan, frá væntanlegum Vestfjarðavegi á Hallsteinsnesi að núverandi Vestfjarðavegi undir Mýrlendisfjalli við innanverðan Djúpafjörð, skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun úrskurðaði í nóvember á síðasta ári að þessi framkvæmd væri ekki líkleg til þess að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi hún því ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Eigandi jarðarinnar Hallsteinsness kærði úrskurð Skipulagsstofnunar og hélt því fram að fyrirhugaður vegur komi til með að liggja yfir ósnortið land á einkaeignarlandinu Hallsteinsnesi utanverðu, sem að meirihluta sé þakið skógi og kjarri. Muni vegarlagningin raska ásýnd landsins sem sjáist langt að. Auk þess taldi kærandi að gögn skorti um jarðfræði og lífríki svæðisins sem vegurinn á að liggja um.

 

Umhverfisráðuneytið féllst á rök Skipulagsstofnunar og taldi vegarlagninguna ekki líklega til þess að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Þá þóttu hvorki rök kæranda né málsgögn að öðru leyti veita tilefni til að bera brigður á forsendur Skipulagsstofnunar. Enn fremur þóttu fyrirliggjandi gögn og upplýsingar vegna málsins ekki heldur heldur veita vísbendingu um að hin kærða ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi byggt á ófullnægjandi upplýsingum um framkvæmdasvæðið í ljósi laga um mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðun um Skipulagsstofnunar um að lagning vegar um Djúpafjörð skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum var því staðfest.

 

Um þetta skrifar Jón Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð á bloggi sínu undir fyrirsögninni Afleggjarinn heim að Djúpadal:

 

„Ef ég skil þetta rétt þá er þarna bara verið að fjalla um afleggjarann heim að Djúpadal, frá nýja veginum sem mun þvera bæði Djúpafjörð og Gufufjörð. Þarna er vegslóði fyrir. Þessar vegabætur í heild sinni munu breyta töluverðu, vegurinn um Ódrjúgsháls og Hjallaháls er leiðinlegur og seinfarinn, sjálfsagt um það bil 30 kílómetrar af lélegum og löngu úreltum malarvegi úr Þorskafirði að Skálanesi. Verst ef það er ætlunin að spilla Teigsskógi óþarflega mikið, en ég hef ekki kynnt mér þetta mjög vel. Í snjó að vetrarlagi mun þetta þó kannski ekki breyta öllu, því Klettsháls verður áfram helsta fyrirstaðan á leiðinni vestur og þar er nýlega búið að leggja nýjan veg. Líklega ekki mikil von um jarðgöng á næstunni.“

 

Úrskurður umhverfisráðuneytisins í heild, birtur á vef ráðuneytisins 6. ágúst 2009.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30