Tenglar

12. júní 2008 |

Vegur um Teigsskóg: Rætt við landeigendur

Leiðirnar sem til greina komu.
Leiðirnar sem til greina komu.
1 af 2

Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir nýbyggingu vega í Gufudalssveit, en þar er um að ræða leið B sem liggur um Teigsskóg við norðanverðan Þorskafjörð. Vegarlagning um skóginn hefur verið umdeild. Kæra liggur fyrir gegn íslenska ríkinu og Vegagerðinni og verður aðalmeðferð í málinu í haust. Reykhólahreppur hefur tvisvar frestað afgreiðslu á erindi Vegagerðarinnar en hreppsnefnd ætlar að hitta landeigendur á morgun (föstudag) og heyra þeirra sjónarmið. Óskar Steingrímsson sveitarstjóri segist þó reikna með því að framkvæmdaleyfi verði veitt og í framhaldinu verði hægt að bjóða verkið út.

 

Styr hefur staðið um þá ákvörðun samgönguráðuneytisins, að við þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar muni vegurinn liggja út með Þorskafirði að vestanverðu í gegnum Teigsskóg, sem mun vera mesti birkiskógur á Vestfjarðakjálkanum.

Fylgjendur þess að önnur leið yrði valin en í gegnum skóginn bentu á, að hann njóti sérstöðu á Vestfjörðum og landinu í heild. Fylgjendur leiðar B létu hins vegar orð falla eins og að „birkihríslur væru meira metnar en mannslíf". Eftir töluverðar deilur samþykkti þáverandi umhverfisráðherra að leið B yrði farin, þar sem vegarstæðið liggur um Teigsskóg.

 

Á meðfylgjandi mynd eru merktar þær þrjár leiðir (B, C og D) sem til álita komu í stað núverandi vegar (smellið á til að stækka). Á mynd nr. 2 er partur úr korti Landmælinga Íslands, þar sem örnefnið Teigsskógar (fleirtala) er merkt inn. Í öllum opinberum gögnum varðandi fyrirhugaða vegarlagningu er hins vegar talað um Teigsskóg í eintölu. Gott væri að heyra hvað staðkunnugt fólk í héraðinu hefur að segja um þetta. Líka er hægt að nota athugasemdakerfið hér fyrir neðan.

 

Hér fyrir neðan eru tenglar á pdf-skjöl (getur tekið nokkrar mínútur að hlaða inn) þar sem saman er kominn geysimikill fróðleikur um þetta mál.

 

 

Athugasemdir

Eva, sunnudagur 15 jn kl: 13:08

hvernig væri nú að byggja bara brú yfir þoskafjörðin til að byrja með? það eitt og sér myndi stytta leiðina mikið... og svo er ég viss uma að þegar verður búið að byggja þessa vegi þá komi krafa um göng í gegnum fjöllin á þessu svæði vegna slæmrar vetrar færðar.... og afhverju ekki bara að byggja göng srax... það skaðar náttúruna mun minna, sparar snjómokstur, þrátt fyrir að það sé dírara þá held ég að það borgi sig betur!!

hs, sunnudagur 15 jn kl: 13:48

Auðvitað eiga ibúar á þessu svæði ekki að sætta sig við annað til framtíðar en göng í gegnum Hjallaháls. Vegastæðið sem er á áætlun í gegnum Teigskóga er of hátt uppi og eins og ýmsir sem vit hafa á vegagerð hafar bent á er ekkert nema reynslan sem sker úr um hvernig hálka og snjór kemur til með að verða. Hvað líða þá mörg á þangað til að krafist verður þess að bora. Hinsvegar verðum við að fara að sætta okkur við að ef landsæðir eru á náttúrumynjaskrá eða friðuð þá ber okkur að sleppa því að rústa þeim ef aðrir möguleikar eru fyrir hendi. Vegagerðin vildi á sínum tíma laga gamla Hjallahálsveginn ef það hefði verið gert væri þarna munbetri vegur í dag með mjög litlum kostnaði.

Gunnar Guðmundsson, mivikudagur 18 jn kl: 12:11

Sem áhugamanni til margra ára um löngu tímabærar endurbætur á vegasamgöngum á suðurhluta Vestfjarða, nánar tiltekið á leiðinni; Reykhólasveit - Dýrafjörður, - finnst mér furðu sæta deilur og átök um fáa valkosti, sem tefja framgang þessara tímbæru framkvæmda. Er engin leið að brjótast út úr þeirri kyrrstöðu sem málið er komið í og skoða aðra valkosti, - t.d. að leggja veg út með Þorskafirði sunnanverðum og þvera fjörðinn nær fjarðarmynninu. Sé þetta fær valkostur styttir það leiðina, skerðir ekki birkiskóginn, - Teigsskóginn og fjallvegir um hálsana tvo hverfa ? Hefur þessi kostur verið skoðaður ?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31