Tenglar

1. nóvember 2011 |

Vegurinn á Þröskuldaleið fylgir helstu vindáttinni

Skilti sem Vegagerðin hefur sett upp í Búðardal.
Skilti sem Vegagerðin hefur sett upp í Búðardal.

Ýmsir hafa furðað sig á því hve oft hinn nýi vegur um Þröskulda (leiðin um Gautsdal og Arnkötludal) milli Reykhólahrepps og Stranda lokast enda fer þessi „heilsársvegur“ aðeins upp í 370 metra hæð þar sem hann liggur hæst. Síðustu dagana hefur Þröskuldaleiðin verið ófær. Steingrímsfjarðarheiðin lokast hins vegar í mun færri tilfellum þrátt fyrir að vegurinn þar fari allt upp í 440 metra hæð. Í samtali við bb.is segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur að helsta ástæðan sé sú að vegurinn um Þröskulda liggur samsíða helstu óveðursáttinni sem er norðaustanáttin.

 

„Þegar um er að ræða lausasnjó og vind samsíða akstursstefnu sjá ökumenn harla lítið, það fer allt í kóf fyrir framan bílinn,“ segir Einar. „Hins vegar á vegum eins og um Steingrímsfjarðarheiði þar sem NA-vindurinn kemur þvert á veginn á löngum köflum verður skyggnið ekki eins slæmt og ökumenn sjá mun betur. Veglínan er nokkurn veginn samsíða vindinum þegar hann er af norðaustan eins og nú er nánast alla leiðina um Arnkötludal og Gautsdal. Í Gautsdal eru aðstæður jafnvel verri því um leið og skjól fæst þeim megin Þröskulda sest fönnin þar í skafla.“

 

Aðspurður segist Einar ekki geta svarað um það hvort lega vegarins valdi því að hann sé ófær eins oft og raun ber vitni.

 

„Það getur vel verið að aðstæður í landslaginu, þar sem Arnkötludalur og Gautsdalur koma saman efst á heiðinni, valdi svokölluðum trektaráhrifum sem gerir það að verkum að vindurinn magnast enn frekar efst uppi með tilheyrandi kófi þegar lausamjöll er í umhverfinu. Ég viðurkenni þó að ég hef ekki skoðað þetta neitt náið, en þar kemur m.a. inn á nákvæma veghönnum sem er ekki mín deild. Ég veit þó fyrir víst að það var tekið tillit til snjósöfnunar og vindafars við hönnun vegarins, en við breytum ekki landinu. Norðaustanáttin er helsta snjókomuáttin og helst að verði óveður við þau skilyrði. Erfitt er að koma veginum öðruvísi fyrir en hann liggur SV-NA og þar með eftir eða á móti vindinum með meira kófi og blindu en annars væri,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

 

Sjá hér Vestfjarðakort Vegagerðarinnar um færð og veður hverju sinni

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30