Tenglar

20. október 2008 |

Vegurinn um Arnkötludal lítillega á eftir áætlun

Framkvæmdir við nýja veginn um Arnkötludal og Gautsdal (Tröllatunguveg) milli Króksfjarðar og Steingrímsfjarðar eru lítillega á eftir áætlun, að sögn Guðmundar Rafns Kristjánssonar, deildarstj. nýframkvæmda hjá Vegagerðinni á Ísafirði. Á köflum hafi lakara efni en gert var ráð fyrir tafið verkið. Lagning neðra burðarlags er komin vel á veg. Samkvæmt verksamningi á því verki að vera lokið 1. desember eða eftir rúman mánuð. Guðmundur Rafn segir á mörkunum að það standist.

 

Áformað var að hleypa umferð á veginn í vetur þegar lagningu neðra burðarlags væri lokið. Guðmundur Rafn segir það sína skoðun að ekkert vit sé í slíku. Fyrir utan kostnað við stikun og merkingar sé ekkert grín að aka tugi kílómetra á slíkum vegi og enginn tímasparnaður.

 

Nýi vegurinn er 25 km á lengd og skal verkinu lokið næsta haust. Verktaki er Ingileifur Jónsson ehf.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31