11. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Vegurinn um Ódrjúgsháls tepptur að hluta
Fram kemur á vef Vegagerðarinnar nú laust eftir hádegi, að vegurinn um Ódrjúgsháls milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar í Gufudalssveit sé einungis fær jeppum og minni bílum. Ástæða þessa er sú, að bilaður flutningabíll lokar veginum að hluta.
► Vegagerðin - tilkynningar um færð og ástand
► 14.01.2014 Flutningabíll lokaði veginum um Ódrjúgsháls