29. maí 2008 |
Vegurinn um Þorskafjarðarheiði opnaður
Þorskafjarðarheiðin hefur verið opnuð fyrir umferð en vegfarendur eru beðnir um að fara þar með gát. „Heiðin kemur ágætlega undan vetri en hún er talsvert blaut og viðkvæm fyrir öllum þunga. Þá er vegurinn talsvert holóttur á köflum", segir Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík í samtali við fréttavefinn bb.is. Mikill snjór var á heiðinni fyrir mánuði og að sögn Jóns Harðar var það mesti snjór sem hefur verið á þessu svæði síðan 1995. „Snjórinn hefur bráðnað ansi skart síðustu daga og vegurinn varð fær í gær."