Tenglar

27. ágúst 2008 |

„Veit ekki hvaðan þessi bjartsýni kom“

Mynd fengin af vefnum strandir.is.
Mynd fengin af vefnum strandir.is.

Arnkötludalsvegur verður ekki fær bílum á þessu hausti, eins og til stóð. „Það var bara bjartsýni að halda að það gæti gengið upp", segir Guðmundur Rafn Kristjánsson, yfirmaður nýframkvæmda hjá Vegagerðinni á Ísafirði. Guðmundur segir þó að ekki sé við verktakana að sakast þar sem ástæða tafanna sé fyrst og fremst grófleiki undirlagsins og kostnaður við að hleypa á umferð með tilheyrandi merkingum. Hann segir að sá kostnaður myndi nema milljónum.

 

Guðmundur Rafn var spurður hvers vegna menn hafi verið svo bjartsýnir að tala um að hægt yrði að aka veginn nú þegar á þessu hausti. „Ég veit ekki hvaðan þessi bjartsýni kom, enda var ég ekki staddur á landinu þegar sú umræða var í gangi", svarar hann. Hann segir erfitt að meta stöðu framkvæmda í augnablikinu. Ekki sé unnið nákvæmlega eftir áætlun og hlutirnir gangi mishratt eftir því hvar menn séu staddir í verkinu hverju sinni. Vegurinn eigi þó að verða tilbúinn til aksturs næsta sumar. Þá verði vegurinn klæddur. Því megi búast við að hann verði fullgerður haustið 2009.

 

Frétt af vefnum skutull.is

 

Sjá einnig: Keyrum ekki um Arnkötludal þetta árið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31