Tenglar

1. júlí 2011 |

Veitingarekstur að hefjast í Reykhólaskóla

Árni, Ingibjörg Birna og Kolbrún.
Árni, Ingibjörg Birna og Kolbrún.
Sú nýlunda er í ferðaþjónustu á Reykhólum í sumar, að hreppurinn leigði Hótel Bjarkalundi (Stekkjarlundi ehf.) aðstöðu í Reykhólaskóla og íþróttahúsinu á Reykhólum. Fram að þessu hefur hreppurinn sjálfur annast útleigu á aðstöðunni, einkum vegna ættamóta sem mjög vinsælt er að halda á Reykhólum. Fyrir þetta greiðir Bjarkalundur hreppnum kr. 775.000 í sumar. Fyrir utan svefnpokapláss og uppábúin rúm í skólanum og aðstöðu fyrir samkomur í íþróttahúsinu annast Bjarkalundur þjónustu við fólk sem býr í tjöldum eða húsbílum á túninu ofan við skólann. Á morgun, laugardag, verður síðan byrjað að selja veitingar í skólanum sem tilreiddar verða þar í eldhúsinu.

 

Allra fyrst verður þó nánast aðeins um að ræða hamborgara, samlokur og drykki. Að sögn Kolbrúnar Pálsdóttur í Bjarkalundi verður úrvalið meira þegar ferðamannastraumurinn að Reykhólum eykst (vonandi) með skárri sumartíð en verið hefur fram undir þetta.

 

Í samningnum kemur fram, að tilgangur hans sé að skapa grundvöll til þess að gera enn betur en áður í þjónustu við hinn almenna ferðamann sem á leið um Reykhólahrepp.

 

Á myndinni sem tekin var þegar samningurinn var staðfestur er Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri ásamt hótelstjórunum Árna Sigurpálssyni og Kolbrúnu Pálsdóttur.

 

Athugasemdir

Harpa Eiríksdóttir, fstudagur 01 jl kl: 20:03

frábært að heyra og hlakka til að koma og skoða

Eyvi, laugardagur 02 jl kl: 08:07

Til hamingju með þetta. Kv Eyvi Hólakaup

Hanna Lára, laugardagur 02 jl kl: 11:47

Frábært til hamingju ;)

Guðbjörg Elín, rijudagur 05 jl kl: 01:10

Til hamingju með þetta. Ég veit að vinkona mín Kolla og hennar fólk í Bjarkarlundi eiga eftir að gera góða hluti á Reykhólum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30