Tenglar

2. september 2013 | vefstjori@reykholar.is

Vel á níunda hundrað manns hafa opnað

1 af 2

Halldór Jóhannesson skipstjóri frá Hyrningsstöðum í Reykhólasveit sendi vefnum svohljóðandi póst núna í kvöld: Sæll, mig langar að þakka þér fyrir birtinguna á auglýsingunni fyrir mig og segja þér að það voru mjög góð viðbrögð við henni. Þetta er greinilega mjög góð leið til að auglýsa í héraðinu og ættu sveitungarnir að nota þessa þjónustu hjá Reykhólavefnum meira til að koma upplýsingum sín á milli.

 

Umsjónarmaður Reykhólavefjarins fagnar þessu tilskrifi Halldórs og leyfir sér að birta enn á ný það sem hann hefur áður sagt efnislega:

 

Áréttað skal, að Reykhólavefurinn birtir án endurgjalds hér í fréttadálkinum auglýsingar og tilkynningar sem varða heimafólk og heimahérað. Endilega nýtið ykkur þessa þjónustu. Þetta gildir hins vegar ekki um auglýsingar í atvinnuskyni fyrir fólk eða fyrirtæki án neinna sérstakra tengsla við Reykhólahrepp. Fyrir slíkar auglýsingar er rukkað hóflegt gjald (dæmi þessa dagana: Sparisjóður Strandamanna, veltandi borðar fyrir ofan efstu frétt).

 

Því má bæta við, að frá því á föstudag hefur fréttin / auglýsingin / tilkynningin um gáminn hans Halldórs frá Hyrningsstöðum verið opnuð 848 sinnum (sjá skjáskot af teljara kl. 23, mynd nr 2). Þar fyrir utan eru auðvitað allir þeir lesendur Reykhólavefjarins sem hafa ekki áhuga á íbúðargámum og hafa ekki opnað fréttina þó að þeir hafi séð inngang hennar og viti þannig um hvað málið snýst.

 

Málið er einfaldlega að Reykhólavefurinn er langmest lesni sveitarfélagsvefur landsins miðað við fólksfjölda sveitarfélags og jafnvel þótt ýmis önnur viðmið séu notuð: Ef aðeins eru teknir íbúar hreppsins 18 ára og eldri (212 skv. tölum Hagstofu Íslands um síðustu áramót) eru heimsóknir á vefinn á degi hverjum meira en tvöfalt fleiri en sá fjöldi að jafnaði.

 

Fólk sem kann að efast um aðsóknina að vef Reykhólahrepps  getur haft samband við umsjónarmann í netfanginu vefstjori@reykholar.is og fengið tímabundinn aðgang bæði að teljaranum Google Analytics og vefteljaranum hjá Snerpu á Ísafirði sem hýsir vefinn.

 

Enn má bæta hér við, að tilkynning / auglýsing / frétt Ingvars Samúelssonar um fagnað í tilefni af stórafmæli hans, sem sett var hér inn á vefinn klukkan að ganga fimm síðdegis á mánudegi, hefur núna rétt um klukkan ellefu að kvöldi sama dags verið opnuð á fjórða hundrað sinnum (sjá einnig áður nefnt skjáskot af vefteljara kl. 23).

 

Athugasemdir

Dalli, rijudagur 03 september kl: 09:04

Mikið er líka um, að fréttum héðan sé deilt á Facebook, sem getur stóraukið auglýsingamáttinn.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31