Tenglar

21. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Vel bókað í síungum Bjarkalundi í Reykhólasveit

Hótel Bjarkalundur við Berufjörð.
Hótel Bjarkalundur við Berufjörð.

Sumarið lítur mjög vel út í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit, að sögn Kolbrúnar Pálsdóttur hótelstýru. Þó að undanfarin ár hafi verið góð séu bókanir meiri en á sama tíma í fyrra. Eins og endranær hefur verið unnið að endurbótum á staðnum milli ára, bæði innan húss og utan. Að þessu sinni er helst að nefna, að handlaugar eru komnar í öll herbergi á efri hæð (elsta hlutanum frá 1947) og líka baðaðstaða á efri hæðinni.

 

Fyrir tveimur árum var álman með gistiherbergjunum lengd til austurs, í annað skiptið frá því að Bjarkalundur var byggður, og bættust þá við fjögur herbergi með baði. Þar með eru gistiherbergin í hótelinu sjálfu orðin 26. Áður var búið að byggja sex gestahús rétt fyrir ofan hótelið, sem leigð eru út sem hótelberbergi. Í fyrra var planið við hótelið lagt olíumöl og komið upp nýjum eldsneytisdælum.

 

Aðstaðan fyrir húsbíla hefur jafnframt verið endurbætt verulega á síðustu árum.

 

Á síðasta ári var haldið upp á 65 ára afmæli þessa elsta sveitahótels á Íslandi sem enn er í rekstri og alltaf síungt.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31