Tenglar

1. febrúar 2015 |

Vel heppnuð skíðaganga í prýðisveðri

Svolítil mugga en prýðisveður.
Svolítil mugga en prýðisveður.
1 af 9

Þátttakan á skíðagönguæfingunni við Hríshól í Reykhólasveit í dag var mjög góð. Skíðafélag Strandamanna stóð fyrir æfingunni og komu félagsmenn með búnað fyrir þá sem það vildu. Af Ströndum komu átta manns en úr Reykhólahreppi voru það nærri þrjátíu manns, allt frá Gufudal til Gilsfjarðar, sem tóku þátt í þessum ánægjulega viðburði. Dimmt var yfir en veðrið var sérlega gott, hægviðri og hiti rétt við frostmark.

 

Braut var gerð fyrir lengra komna og síðan var skemmtileg æfing fyrir krakkana og foreldra. Farið var í leiki þar sem æft var jafnvægi og fleira. Óhætt er að segja að þetta hafi allt saman tekist ákaflega vel og gaman að sjá hversu margir komu.

 

Eftir æfinguna var Grettislaug á Reykhólum opin í tilefni dagsins. Hátt í tuttugu manns nýttu sér það.

 

Síðan eru allir velkomnir á Strandirnar á æfingu næsta sunnudag. Svo verður reynt að hafa mánaðarlegar gönguæfingar einhvers staðar í Reykhólahreppi þar sem aðstæður bjóða fram á vorið.

 

Svipmyndirnar sem hér fylgja tóku Harpa Eiríksdóttir og fleiri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31