Tenglar

28. júní 2018 | Sveinn Ragnarsson

Vel sóttur kynningarfundur

1 af 12

Liðlega 60 manns mættu á almennan kynningarfund þar sem Lars Peder Larsgård frá norsku verkfræðistofunni Multiconsult og Halldóra Hreggviðsdóttir frá ráðgjafastofunni Alta kynntu óháð mat á nokkrum veglínum fyrir Vestfjarðaveg (60). Skýrslan er ekki alveg fullunnin en öll aðalatriði komu fram.


Skoðaðar voru 4 leiðir,  D2 sem er með göngum gegnum Hjallaháls, ÞH (sem Norðmennirnir kalla TH því þeir nota ekki Þ) gjarnan kennd við Teigsskóg, leið 1 sem er út með Þorskafirði að sunnanverðu og þverar hann ekki langt frá Laugalandi, og svo leið sem er kölluð R, sem tekin var til skoðunar vegna eindreginna óska heimamanna, einkum á Reykhólum. Sú leið er framhjá Reykhólum, út Reykjanes og þverar Þorskafjörð yfir á Skálanes, hliðstæð leið sem eitt sinn var kölluð leið A.


Eftir kynningu Lars Peder Larsgård voru pallborðsumræður, undir stjórn Sigríðar Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, þar sátu fyrir svörum auk þeirra Lars og Halldóru, fulltrúar Vegagerðarinnar þeir Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs, Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður og Ingvi Árnason svæðisstjóri í Borgarnesi, einnig G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi.

 

Af hálfu sveitarstjórnar voru Ingimar Ingimarsson oddviti, Embla Dögg Backmann, Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Karl Kristjánsson, ennfremur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sem flutti inngang og setti fund.


Um þetta er fjallað á ruv.is


Hér einnig ágrip úr mati Multiconsult.


Vestfjarðavegur um Reykhóla gæti verið forsenda sátta og tafarlausra framkvæmda

  • Ný tillaga frá Multiconsult í Noregi er skýr valkostur um mögulega sáttaleið

 

Ný veglína fyrir Vestfjarðaveg sem lægi meðfram Reykhólum og á brú yfir mynni Þorskafjarðar er tillaga Multiconsult.

  • Hópur íbúa í Reykhólahreppi taldi mikilvægt að leið framhjá Reykhólum, svokölluð R leið, yrði skoðuð í rýni norsku ráðgjafanna. Hún gæti verið góð málamiðlun. Niðurstaða rýninnar er að sú leið sé vel fær og í raun hagkvæmur kostur með tilliti til kostnaðar, samfélags- og umhverfismála.
  • Þetta yrði láglendisvegur meðfram ströndinni.
  • Brú yrði nægilega há fyrir smærri skip og þangskurðarpramma og tryggði vatnsskipti að fullu. Byggt er á nýjum upplýsingum um dýpi í mynni Þorskafjarðar.
  • Reykhólaþorpið kæmist í alfaraleið og yrði mikilvægur þjónustustaður.
  • Umhverfisáhrifin yrðu mun minni en af Þ-H veglínunni um Teigsskóg og umhverfismat mun ekki seinka framkvæmdum.
  • Kosturinn fellur  inn í skipulagsferlið sem nú er í gangi og mun ekki tefjast vegna þessa.
  • Að mati Multiconsult er kostnaður við R leiðina sambærilegur við þá veglínu (Þ-H), sem Vegagerðin hefur valið um sveitina.
  • Hægt yrði að hefjast handa strax við uppbyggingu, þannig að samfélagsávinningur yrði mikill.
  • Hægt er að ljúka skipulagi og framkvæmdum á um þremur til fjórum árum, frá því að hafist yrði handa.
  • Áhersla er lögð á fallega hönnun brúarinnar, sem þannig yrði aðdráttarafl í þessu einstaka umhverfi og náttúru sem þarna blasir við.
  • Stytting á núverandi vegi um rúmlega 17 km.
  • Stytting á aksturstíma um 36 mínútur frá því sem nú er.

Hvað fengist?

  • Láglendisvegur með ströndinni um Reykhólahrepp að Skálanesi.
  • Þjóðleið framhjá Reykhólum, sem styrkja myndi búsetu, verslun og veitingaþjónustu á Reykhólum og bæta þannig þjónustu við heimamenn og vegfarendur sérstaklega að vetrarlagi.
  • Brúin yrði um 15 m há og því eiga minni skip og þangskurðarprammar greiða leið þar um.
  • Brúin yrði einnig nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti.
  • Komist yrði hjá því að spilla ósnortnu svæði og landslagsheild við Teigsskóg og mynni Gufufjarðar- og Djúpafjarðar.

 

 

Samanburður á kostum sem voru skoðaðir:

  • Nýja veglínan um Reykhóla, svokölluð R-leið.
 
  • Áætlaður kostnaður um 6,89 milljarðar króna.
  • Stytting aksturstíma um suðurfirðina um 36 mínútur.
  • Veglína um Teigsskóg, svokölluð Þ-H leið.
    • Áætlaður kostnaður um 6,58 milljarðar króna.
    • Stytting aksturstíma um suðurfirðina um 38 mínútur.
  • Veglína með göngum, svokölluð D-2 leið.
    • Tillaga að styttingu á göngum úr 4,5 km í 3,1 km.
    • Áætlaður kostnaður 9,24 milljarðar króna
    • Stytting aksturstíma um suðurfirðina um 36 mínútur.
  • Veglína I um Þorskafjörð, svokölluð I-leið.
    • Áætlaður kostnaður um 10 milljarðar króna.
    • Stytting aksturstíma um suðurfirðina um 38 mínútur.

 

        

 

 

  

  

Athugasemdir

Eggert Stefánsson, fimmtudagur 28 jn kl: 02:49

Ja hérna, og vilja menn þetta, enn meiri seinkun, enn meiri bið, bið, bið?

Malfríður Vilbergsdóttir, fimmtudagur 28 jn kl: 10:18

Sæl verið þið íbúar Reykhólahrepps!
Ef nýi vegurinn vestur á að liggja um Barmahlíðina og út Reykjanesið þá verð ég sorgmædd.
Því það hlítur að þýða að vegaframkvæmdir um Barmahlîðina rústar þessum unaðsreyt sem eigum þar í skóginum,miðað við framkvæmdirnar sem eru við Skriðuland í Saurbænum það má ekki gerast. Verum nú skynsöm og hættum að hlaupa í hringi og treystum vegagerðinni.
Bestu kveðjur Málfríður

Ingi B Jónasson, fimmtudagur 28 jn kl: 11:27

lýst vel á Reykhólaleiðina komum Reykhólum á kortið ,gæti ráðið úrslitum um framtíð Reykhólahrepps sem sjálfstæð eining

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31