10. nóvember 2016 | Umsjón
Vel sóttur kynningarfundur – myndir
Um 35-40 manns sóttu fundinn sem Vegagerðin efndi til á Reykhólum í fyrrakvöld. Þar kynntu starfsmenn Vegagerðarinnar frummatsskýrslu vegna nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness, hvað í henni felst varðandi leiðarval og mat á mismunandi umhverfisáhrifum á hina ýmsu umhverfisþætti.
Fjöldi fyrirspurna af ýmsum toga kom frá þeim sem fundinn sóttu og voru athugasemdir og umræður skráðar, þó að einnig sé reiknað með því að gerðar verði skriflegar athugasemdir. Frestur til að skila þeim til Skipulagsstofnunar er til 8. desember.
Myndin sem hér fylgir er ein af mörgum með þessari frétt um fundinn á vef Vegagerðarinnar.
Bjarkalundur-Skálanes: Opinn fundur á Reykhólum