Tenglar

31. desember 2008 |

Vel viðrar fyrir brennu og áramótaskotelda

Samkvæmt spá Veðurstofunnar og almennum horfum í héraði ætti að viðra vel á brennugesti við Sladdanaust neðan við Reykhólaþorp í kvöld, en kveikt verður í kestinum klukkan hálfníu. Hitinn er og verður nálægt frostmarki eða þar rétt fyrir neðan, hægur austlægur vindur og kannski smávegis él á stangli. Seint í kvöld og um miðnættið þegar skoteldagleðin er allra mest gerir Veðurstofan ráð fyrir því að létt hafi til, þannig að flugeldar ættu ekki að hverfa í skýjamóðu.

 

Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi skaffar flugelda sem endranær sér til fjáröflunar. Þeir fást í húsi björgunarsveitarinnar við Suðurbraut rétt neðan við Reykhólaþorp í dag, gamlársdag, frá klukkan eitt til fjögur síðdegis. Minnt skal á hið sjálfsagða, að fólk reyni að hlífa blessuðum dýrunum eftir fremsta megni frá því að verða að neinu ráði vör við áramótaskothríð mannfólksins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31