Tenglar

27. nóvember 2012 |

Vélarnar væntanlegar til landsins í næstu viku

Jón Árni við klæðningu á húsinu í dag.
Jón Árni við klæðningu á húsinu í dag.
1 af 5

Jón Árni Sigurðsson á Reykhólum var í veðurblíðunni í dag að klæða nýja verksmiðjuhúsið sitt að Suðurbraut 3 neðan við Reykhólaþorp. Það verk ætti að klárast núna í vikunni en talsvert er eftir að gera inni. Fremstu vonir standa til þess að þarna verði hægt að hefja framleiðslu fæðubótarefna úr þörungum fljótlega eftir áramót. Vélarnar í verksmiðjuna eru væntanlegar til landsins í næstu viku, ættaðar frá Kína. Stöðugt er unnið að markaðsstarfi út um heim.

 

Myndirnar sem hér fylgja eru í öfugri röð. Sú fremsta var tekin í dag þar sem Jón Árni vann við klæðninguna að utan. Sú elsta (og síðasta hér í röðinni) var tekin í sumar þar sem Jón Árni stendur á ruddri og allsberri lóðinni. Næstu þrjár voru teknar þar sem Jón Árni stendur við steypumótin og síðan þegar steypuvinnan stóð yfir.

 

 27.06.2012 Verksmiðja við Langavatn rísi í fullri sátt

 19.02.2011 Dýranammið og þaratöflurnar frá Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31