4. febrúar 2011 |
Vélgæslunámskeið fyrirhugað í grenndinni í sumar
Réttindanám í vélgæslu í samstarfi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Guðmundar Einarssonar kennara á Ísafirði er áformað í Tjarnarlundi í Saurbæ í sumar. Námskeiðið veitir rétt til að vera vélavörður á skipum 12 metrar að skráningarlengd og styttri, með vélarafl 750 kW eða minna (skírteini: Smáskipa vélavörður SSV). Að loknu 7 eininga viðbótarnámi sem skilgreint er í námskrá fást réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni (skírteini: Vélavörður VV) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum fjögurra mánaða siglingatíma sem vélavörður (skírteini: Vélavörður VVY).
Skráning er þegar hafin. Nánari upplýsingar hér.