Tenglar

16. september 2020 | Sveinn Ragnarsson

Veltibíllinn við Reykhólaskóla 20. sept.

Stjórn Brautarinnar sem á og hefur séð um rekstur Veltibílsins s.l. 25 ár, þar sem rúmlega 350.000 manns hafa farið snúning, hefur ákveðið að heimsækja Vestfirðinga og mætir á Reykhóla sunnudaginn 20. september klukkan 15 fyrir utan grunnskólann.

 

Tilefni og tilgangur þessarar ferðar:   

  • Minna okkar dýrmætu börn á að það á alltaf að nota beltin.
  • Fagna því að nýr Veltibíll er tilbúinn til notkunar eftir talsverðar endurbætur, en núna er Veltibíllinn staðsettur uppá litlum vörubíl en var áður á kerru.
  • Nota fjármuni sem fundust nýverið nokkuð óvænt (amk okkur) á reikning í Landsbankanum á Ísafirði og tilheyrðu Vestfjarðardeild Bindindisfélags Ökumanna, deild sem Reynir Ingason heitinn frá Ísafirði stýrði svo vel.

Hinn eini sanni Víðir Reynisson leggur blessun sína yfir þessa ferð okkar, leggur til að allir sem fara í Veltibílinn noti handspritt og bíllinn sé sótthreinsaður vel á milli skóla, sem okkur er ljúft og skylt að gera.   

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30