Tenglar

23. ágúst 2008 |

Veraldarvinir tóku til hendinni á Reykhólum

Guðmundur á Grund aðgætir hvort allir séu sestir ...
Guðmundur á Grund aðgætir hvort allir séu sestir ...
1 af 4

Veraldarvinir létu hendur standa fram úr ermum á Reykhólum síðustu tíu daga eða svo. Hér var á ferðinni hópur ellefu ungmenna frá Spáni, Belgíu, Japan, Tékklandi og Þýskalandi ásamt flokksstjóra frá Ungverjalandi. Veraldarvinir eru alþjóðleg samtök sem senda hópa af sjálfboðaliðum um allan heim til starfa við fegrun og snyrtingu umhverfis, göngustígagerð og annað af því tagi. Hér er ekki endilega um það að ræða að þessi mál séu í slæmu horfi á þeim stöðum sem Veraldarvinir heimsækja heldur er þetta ekki síður ætlað ungu fólki sem vill kynnast framandi löndum og ólíkum þjóðum.

Veraldarvinir hafa komið til starfa mjög víða á Íslandi á liðnum árum. Eina endurgjaldið sem hóparnir fá á hverjum stað er frítt fæði og gisting á vegum viðkomandi sveitarfélags.

 

Á Reykhólum vann hópurinn meðal annars að snyrtingu kringum skólann og Mjólkurbúið og á opnum svæðum í þorpinu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er eingöngu um vinnu að ræða í heimsóknum sem þessum heldur er einnig ýmislegt gert til fróðleiks og skemmtunar. Meðal annars var farið með hópinn í gönguferð um skógræktina á Barmahlíð og krakkarnir fengu að skoða gamla torfbæinn á Börmum bæði að utan og innan. Farið var í skoðunarferð um Þörungaverksmiðjuna þar sem hópurinn fékk fræðslu um starfsemi og framleiðslu hjá þessari vistvænustu stóriðju í heimi og litið var inn á Hlunnindasýninguna á Reykhólum. Ekki má gleyma ökuferð á fornfálegum heyvagni með setbekkjum sem Guðmundur Ólafsson hafði aftan í einum af forntraktorunum á Grund.

 

Frá Reykhólum hélt hópurinn að Sólheimum í Grímsnesi í aðra lotu af vinnu og skemmtilegheitum.

 

Veraldarvinir

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31