Tenglar

20. nóvember 2009 |

Verða Vestfirðir paradís náttúrulauga?

Skissa að húsi fyrir þaraböð á Reykhólum.
Skissa að húsi fyrir þaraböð á Reykhólum.
1 af 6
Vestfirðir einkennast af fjölda heitra náttúrulauga og hafa forsvarsmenn þeirra sameinast um að nýta þær á sjálfbæran hátt og að Vestfirðir verði til fyrirmyndar á landsvísu hvað varðar uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu. Hópurinn kallar sig Vatnavini Vestfjarða og samanstendur af landeigendum, ferðaþjónum, arkitektum og öðrum áhugamönnum sem sameinast í því að þróa vestfirskt aðdráttarafl tengt vatni. Vatnavinir Vestfjarða ætla að flagga vestfirskum náttúruauðlindum og leyfa ferðamanninum að upplifa þannig náttúruperlur og menningu svæðisins í gegnum náttúrulaugar og vellíðunarþjónustu sem hópurinn mun þróa næstu árin.

 

Þannig hefst grein sem Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Vatnavina Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, skrifar hér á vefinn - Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér til vinstri. Fyrirsögn greinarinnar er: Verða Vestfirðir paradís náttúrulauga?

 

Viktoría Rán skýrir þar frá hugmyndum hópsins til bæði lengri og skemmri tíma litið. Þær voru kynntar og ræddar á fjölmennu vinnuþingi sem Vatnavinir héldu fyrr í vikunni á Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Þar voru meðal annars kynntar frumlegar skissur og grunnhugmyndavinna hönnuða á 11 náttúruböðum víðs vegar á Vestfjörðum, stöðu þeirra í dag og möguleikum til framtíðar. Þar á meðal eru fyrirhuguð þaraböð á Reykhólum.

 

Mörg áhugaverð erindi voru flutt á vinnuþinginu, m.a. um lækningarmátt þara og vatns, samnýtingu náttúrubaða við aðra ferðaþjónustu, eiginleika vatns á Vestfjörðum og mikilvægi óhefðbundinna lækninga við uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu. Vatnavinir kynntu opnun síðunnar vatnavinir.is ásamt öðru markaðssetningarefni. Á þinginu var rætt um verkefnið frá ýmsum hliðum og endað á því að móta sameiginlega framtíð þessa viðamikla klasaverkefnis.

 

Meðfylgjandi myndir eru frá Vatnavinum. Fjórar þær fyrstu eru skissur eða tölvugerðar myndir.

 

Sjá einnig:

Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða haldið á Laugarhóli

Úr brimi í bað - heilsusetur á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31