Verða íslenskar kýr einungis innblástur listamanna?
Magnús B. Jónsson, landsráðunautur í nautgriparækt, flutti erindi um stöðu og horfur í kynbótastarfi nautgriparæktar hérlendis á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær. Meðal annars ræddi hann um árangur ræktunarstarfsins síðustu 30 ár og erfðaframfarir í íslenska kúastofninum. Fram kom í máli Magnúsar, að erfðaframfarirnar hefðu getað verið meiri hér á landi ef heimanautanotkun væri minni en raun ber vitni.
Í lokin sagði Magnús eftirfarandi í höndum samfélagsins: Hvort framtíð íslenska kúakynsins verði sem framleiðslukyn fyrir íslenskan landbúnað og samfélagið í heild, eða að það verði varðveitt sem innblástur fyrir listamenn framtíðarinnar.
Myndin er af efnispunktaglæru með erindi Magnúsar. Glærurnar í heild má skoða hér.
► Vefur Landssambands kúabænda