Verðlaun fyrir viðgerðina á frystihúsinu í Flatey
Á vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar fyrir skömmu voru eigendum Þrískerja ehf. veitt umhverfisverðlaun félagsins að þessu sinni fyrir viðgerð á frystihúsinu. „Fram kom að það var algjör samhljómur hjá dómnefnd að veita Þrískerjahópnum viðurkenninguna enda sjaldséð önnur eins stakkaskipti á einu húsi. Baldur Ragnarsson úr Byggðarenda tók við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins en auk Byggðarenda-fólksins eru þátttakendur í Þrískerjum úr Læknishúsi, Sunnuhvoli, Sjávarslóð og Sólbakka,“ segir á vef Framfarafélags Flateyjar.
Myndina sem hér fylgir tók Árni Geirsson sumarið 2012. Þar má sjá, að þá er viðgerð og klæðning þaksins komin vel á veg. Frystihúsið er við bryggjuna efst á myndinni.
Sjá einnig:
► 02.02.2013 Styrkur til endurbyggingar frystihússins í Flatey