Tenglar

22. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Verðlaun í flokknum Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis

Auglýsingastofan Jónsson & Le'macks hlaut Lúðurinn í flokknum Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis fyrir hugmynda- og hönnunarvinnu sína fyrir Norðursalt á Reykhólum. Lúðurinn, hin árlega afhending Íslensku markaðsverðlaunanna, fór fram í Hörpu í Reykjavík í gærkvöldi, á ÍMARK-deginum. Einnig var fyrirtækið tilnefnt í flokki veggspjalda og skilta fyrir auglýsingar sem birtar voru á strætóskýlum í höfuðborginni.

 

ÍMARK, Samtök íslensks markaðsfólks, stendur fyrir viðburðinum í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Tilgangurinn er að vekja athygli á vel gerðu auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli. Þetta var í tuttugasta og áttunda skipti sem Lúðurinn er haldinn en keppnin er opin öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi.

 

Hér má sjá hvernig hafmeyjan Alda og vörumerkið og umbúðirnar hjá Norðursalti urðu til (tveggja mínútna myndskeið)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31